Golfnámskeið í rækjuverksmiðjunniAðsent efni - - Lestrar 127
Golfnámskeið verður nk. sunnudag, 5. Apríl, og mun kennslan fara fram í rækjuverksmiðjuhúsinu niður við höfn.
Hægt verður að panta einkatíma, en þeir verða á milli 10:00 - 12:00 og svo aftur seinni partinn á milli 17:00 - 19:00. Sú kennslustund verður í 30 mín og er gjaldið í þá tíma 3.000.-. Tveir aðilar geta verið um einn tíma.
Almenna námskeiðið verður svo á milli 12:30 - 17:00 og er gjaldið í þá kennslu 1.000.-.
Kennari er Sigurpáll Geir Sveinsson.
Sigurpáll var fastamaður í landsliðum Íslands frá 1992 til 2003 þegar hann gerðist atvinnumaður. Sigurpáll hefur orðið Íslandsmeistari 3 sinnum og 3 sinnum í sveitakeppni. Sigurpáll náði sínum besta árangri erlendis sem áhugamaður árið 2002 þegar hann varð í 15.sæti á evrópumeistaramótinu. Sigurpáll hefur lokið golfkennaranámi við Golfkennaraskóla Íslands og starfar m.a. sem golfkennari.
Það er semsagt ekki á degi hverjum sem margfaldur íslandsmeistari og margreyndur landsliðsmaður í greininni mætir á víkina til þess að leiðbeina fólki, og því um að gera fyrir okkur að mæta vel á þetta námskeið.
Þeir sem áhuga hafa á einkatímum, er beðnir um að hafa hraðar hendur og panta tíma hjá Ragnari í síma 863-3909.