Góður stígandi í sögugöngum Travel North

Gönguferðir með leiðsögn hafa verið í boði á Húsavík undanfarin ár. Travel North, sem er með aðsetur í Kaupfélagshúsinu við Garðarsbraut býður upp á

Góður stígandi í sögugöngum Travel North
Almennt - - Lestrar 278

Heiðar Hrafn í göngu með ferðamenn í vikunni.
Heiðar Hrafn í göngu með ferðamenn í vikunni.

Gönguferðir með leiðsögn hafa verið í boði á Húsavík undanfarin ár. Travel North, sem er með aðsetur í Kaupfélagshúsinu við Garðarsbraut býður upp á slíkar ferðir.

En aðrir byrjuðu þó fyrr. 

Að sögn Gunnars Jóhannes-sonar framkvæmdastjóra Travel North hefur verið hægur stígandi í þessu hjá þeim undanfarin ár (nema 2020), en veruleg aukning varð þó í fyrra og áfram fer fjölgandi á þessu ári.

„Þátttakendur eru bæði úr skemmtiferðaskipum sem og þeir sem eru á ferðinni og vilja kynnast staðnum með þessu hætti, að taka stutta göngu og fá um leið fróðleik og tækifæri til að spyrja og spjalla. Áherslan er jafnan á hafnarsvæðið, miðbæinn og skrúðgarðinn. 

Það fjölgaði hlutfallslega mjög dögum og bókunum úr skemmtiferðaskipum í fyrra og þessi þróun heldur áfram í sumar. Það eru dæmi um að við erum með 4-5 brottfarir yfir daginn úr skipi“ segir Gunnar en leiðsögnin er á ensku. 

Travel North býður upp á „standard“ bæjargöngu sem tekur 1-1,5 klst. en einnig eru tímasetningar aðlagaðar annarri dagskrá, t.d  sameina bæjargöngu og ferð í Sjóböðin.

„Í framhaldi Eurovision Fire Saga myndinni ákváðum við að kynna og bjóða Eurovision Fire Sagagöngu þar sem fléttað er saman hefðbundinni bæjarferð með sérstökum stoppum og frásögn á upptökustöðum myndarinnar.

Þetta hefur virkað og mun meira bókað í sumar í þessar ferðir nú en í fyrra og jafnvel dæmi um að fólk hafi komið í dagsferð til Húsavíkur þar sem þemað er Eurovision Fire Saga myndin.“ Segir Gunnar en fyrir utan stutta bæjargöngu (sögugöngu) eru lengri gönguferðir í boði hjá Travel North.

„Við erum með ágætt stígakerfi og skemmtilegar leiðir og viljum gjarnan sá enn fleiri nýta þess sem bærinn og nágrenni hans hefur upp á að bjóða. Hvort sem það með okkar aðkomu eða á eigin vegum.“ sagði Gunnar að lokum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Heiðar Hrafn Halldórsson á göngu með ferðamenn í vikunni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744