Góður gangur á Boga

Rekstur á Boga, öðrum ofni kísilvers PCC á Bakka, hefur heilt yfir gengið vel síðustu vikur.

Góður gangur á Boga
Almennt - - Lestrar 341

Rekstur á Boga, öðrum ofni kísilvers PCC á Bakka hefur heilt yfir gengið vel síðustu vikur.

Á fésbókarsíðu fyrirtækisins segir að í lok síðustu viku hafi verið sett framleiðslumet þegar tappað var 57.70 tonnum af kísilmálmi á einum sólarhring.

"Þetta er afar ánægjulegt og sýnir okkur það að reynslan sem starfsfólk hefur hlotið undanfarna mánuði er að skila sér jafnt og þétt í betri rekstri" segir einnig í tilkynningunni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744