Góđur árangur í rekstri LanganesbyggđarAlmennt - - Lestrar 157
Rekstrarniđurstađa A og B hluta sveitarsjóđs Langanesbyggđar var jákvćđ um 86,3 m.kr. á árinu 2018, en var jákvćđ 90,6 m.kr. áriđ áđur.
Á árinu 2018 námu rekstrartekjur A og B hluta 923,3 m.kr. samanboriđ viđ 863,0 m.kr. á árinu 2017. Hćkkun milli ára nemur 7,0%. Rekstrargjöld voru 755,5 m.kr. á árinu 2018, en voru 687,0 m.kr. á árinu 2017. Hćkkun frá fyrra ári nemur 10,0%.
Í tilkynningu segir ađ rekstrarniđurstađa fyrir afskriftir og fjármagnsliđi (EBITDA) vegna ársins 2018 hafi veriđ 167,9 m.kr. eđa 18,2% af tekjum, en fyrir áriđ 2017 var hún 176,1 m.kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld lćkka á milli ára. Samkvćmt sjóđstreymisyfirliti ársins 2018 nam veltufé frá rekstri 158,6 m.kr. samanboriđ viđ 149,4 m.kr. á árinu 2017.
Skuldahlutfall A og B hluta Langanesbyggđar var í árslok 2018, 71% en var 75% í árslok 2017. Samkvćmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 má skuldahlutfall ekki vera hćrra en 150%.
Engin ný langtímalán voru tekin á árinu og lćkkuđu langtímaskuldir viđ lánastofnanir um 23,8 m.kr. Eiginfjárhlutfall í árslok 2018 var 53,5% en var 50,1% í árslok 2017.
Elías Pétursson sveitarstjóri lýsti ánćgju sinni međ ţennan góđa árangur og sagđi ađ náđst hefđi í ađ viđhalda góđri fjárhagsstöđu Langanesbyggđar undanfarin ár međ ađstođ og framlagi starfsfólks sveitarfélagsins og ţakkađi ţví gott samstarf.