Góð þátttaka í æfingabúðum á ÞórshöfnÍþróttir - - Lestrar 319
Mjög góð þátttaka var í æfingabúðum sem frjálsíþróttaráð HSÞ stóð fyrir á Þórshöfn um síðustu helgi.
Á fésbókarsíðu þess segir að 51 iðkendur hafi tekið þátt í æfingarbúðunum.
"Farið var með rútu frá Fjallasýn og mættu 17 iðkendur í rútuna á Laugum, 7 bættust við á Húsavík og 8 komu upp í rútuna úr Kelduhverfi og Öxafirði. Frá Þórshöfn komu svo 19 iðkendur. Þegar við vorum komin til Þórshafnar var byrjað að losa rútuna við félagsheimilið en þar fengum við gistingu. Tveggja tíma æfing fór svo fram í íþróttahúsinu á staðnum og sáu þau Brói, Selmdís og Árni um æfinguna.
Eftir æfingu var boðið var upp á grýtu og brauð og svo fóru krakkarnir í sund. Að sundi loknu voru nokkrir hópeflisleikir fyrir svefn og réði þar appelsínugulur svefnpoki úrslitum. Morgunmatur fór fram í félagsheimilinu og svo var 2 klst æfing í íþróttahúsinu. Grjónagrautur og ostabrauð var í hádegismat. Eftir mat var smá hvíld og gengið var frá í félagsheimilinu. Þó nokkuð mál er að pakka rétt í rútuna í svona ferðum en með góðri samvinnu við iðkendur og bílsstjóra gekk þetta upp.
Eftir seinni æfingu skruppu iðkendur smá stund í sund og fengu svo hressingu áður en við lögðum af stað heim. Tóku iðkendur vel til matar síns og þurfti að hlaupa í Samkaup til að kaupa meira efni í samlokur.
Þetta er í þriðja sinn sem frjálsíþróttaráð stendur fyrir sólarhringsæfingarbúðum á Þórshöfn. Ætíð fáum við frábæra móttökur og gott viðmót á staðnum. Auðvitað er eitt og annað sem kemur upp eins og meiðsl hjá iðkendum og þá er því bara reddað. Farastjórum fannst áberandi í þessari ferð hvað iðkendur voru glaðir og tilbúnir til að takast á við æfingarnar og það sem í boði var. Aldrei fengum við spurningu um hvort sleppa mætti næstu æfingu heldur vorum við frekar spurðar klukkan hvað næsta æfing væri og hvort hún færi ekki að byrja.
Frjálsíþróttaráð þakkar eftirtöldum kærlega fyrir stuðningin en án hans gætum við ekki haft þessar æfingabúðir: Ísfélagið á Þórshöfn, Samkaup, Gistiheimilið Lyngholt, UMFL og Fjallasýn".
Frjálsíþróttaráð vill minna á dagatölin sem verða borin í hús á allra næstu dögum en þau eru helsta fjáröflun fyrir starfi þeirra
Frjálsíþróttaráð HSÞ er með Fésbókarsíðu þar sem hæg t er að fylgjast með starfi þeirra.
Góð þátttaka var í æfingabúðunum. Ljósmynd HSÞ.