Góð fjárhagsstaða Goðans- Hermann áfram formaður

Aðalfundur skákfélagsins Goðans var haldinn í gærkvöld á Húsavík. Frekar fáir sáu ástæðu til þess að koma á fundinn en umræður urðu þó góðar.

Góð fjárhagsstaða Goðans- Hermann áfram formaður
Íþróttir - - Lestrar 286

Hermann Aðalsteinsson skákgoði.
Hermann Aðalsteinsson skákgoði.

Aðalfundur skákfélagsins Goðans var haldinn í gærkvöld á Húsavík. Frekar fáir sáu ástæðu til þess að koma á fundinn en umræður urðu þó góðar. Lagabreytingatillaga frá stjórn var samþykkt og var Hermann Aðalsteinsson endurkjörinn formaður og Sigurbjörn Ásmundsson var endurkjörinn gjaldkeri á fundinum. Stjórn Goðans verður því óbreytt þetta árið. Fjárhagsstaða félagsins er góð og eru engar áhvílandi skuldir á félaginu. 

Jóhanna Kristánsdóttir formaður HSÞ sat fundinn sem gestur og færði kveðjur frá stjórn HSÞ til Goðans.

Sjá meira hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744