Góð aðsókn í Sjóböðin

Aðsókn í Sjóböðina á Húsavíkurhöfða hefur verið mjög góð í sumar og þá sérstaklega síðustu vikur.

Góð aðsókn í Sjóböðin
Almennt - - Lestrar 284

Sjóböðin á Húsavíkurhöfða.
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða.
Aðsókn í Sjóböðina á Húsavíkurhöfða hefur verið mjög góð í sumar og þá sérstaklega síðustu vikur.
 
"Veðrið spilar auðvitað stórt hlutverk í því þar sem íslenski ferðamaðurinn er þekktur fyrir að elta sólina sem einmitt hefur legið yfir böðunum að undanförnu" Segir Ármann Örn Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Sjóbaðanna í stuttu spjalli við 640.is.
 
Að sögn Ármanns hefur töluvert af erlendum ferðamönnum heimsótt Sjóböðin undanfarnar vikur en hins vegar eru Íslendingar enn í meirihluta gesta.

En hvernig eru horfurnar ?

"Sumarið hefur farið mjög vel af stað eins og áður segir og við erum mjög bjartsýn með framhaldið. Einnig teljum við að það verði töluverð aðsókn þegar nær dregur hausti með auknu flæði erlendra ferðamanna til landsins.

Þetta á við Sjóböðin sem og aðra afþreyingu, veitingastaði og gististaði á landinu sem berjast nú við að anna þeirri eftirspurn sem er til staðar og vonandi heldur þessi traffík áfram vel inn á haustið". Sagði Ármann Örn sem tók við framkvæmdastjórastöðu Sjóbaðanna í byrjun sumars.

Vegna mikillar aðsóknar hvetja Sjóböðin gesti sína til að bóka miða á heimasíðu þeirra - www.geosea.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Sjóböðin á Húsavíkurhöfða í kvöldsólinni um nýliðna helgi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.



 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744