Gljúfrastofa í Ásbyrgi opin í vetur

Gljúfrastofa í Ásbyrgi verður opin alla daga í vetur, ef frá eru taldir nokkrir dagar um jól og áramót.

Gljúfrastofa í Ásbyrgi opin í vetur
Almennt - - Lestrar 213

Glúfrastofa í Ásbyrgi.
Glúfrastofa í Ásbyrgi.

Gljúfrastofa í Ásbyrgi verður opin alla daga í vetur, ef frá eru taldir nokkrir dagar um jól og áramót.

Út október verður opið frá 10 til 16, en í nóvember og til loka apríl verður opið 11-15.

Í Gljúfrastofu er sýning sem sem segir frá mótun Jökulsárgljúfra, jarðfræði svæðisins, lífríki og menningarsögu. Þar er einnig lítil minjagripaverslun með áherslu á handverk úr héraði. 

Á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs segir að upplýsingar um aðstæður hverju sinni eða hvað annað sem tengist svæðinu fáist í síma 470 7100.

Þess bera að geta að myndin sem hér fylgir var tekin í mars sl., en þessa dagana eru haustlitirnir allsráðandi í Ásbyrgi.

Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma Gljúfrastofu eru hér.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744