Glatt á hjalla í útgáfuhófi Egils

Glatt var á hjalla í útgáfuhófi Egils Bjarnasonar blaðamanns sem á dögunum sendi frá sér bókina “How Iceland Changed the World: The Big History of a Small

Glatt á hjalla í útgáfuhófi Egils
Almennt - - Lestrar 411

Egill Bjarnason.
Egill Bjarnason.

Glatt var á hjalla í útgáfuhófi Egils Bjarnasonar blaðamanns sem á dögunum sendi frá sér bókina “How Iceland Changed the World: The Big History of a Small Island” hjá hinu kunna alþjóðlega forlagi Penguin Books.

Bókin rekur Íslandssöguna, frá landnámi til vorra daga, með ögn stórkarlalegu sjónarhorni:
 
Til þess að gera sögu okkar litla lands aðgengilegri fyrir útlendinga leggur frásögnin áherslu á þekkta atburði í mannkynssögunn þar sem Ísland hefur átt hlut að máli. 

Bandaríska blaðið The New York Times hefur kallað verkið “skemmtilega sérstakt” og gagnrýndi The Wall Street Journal tekur í sama streng.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Lífið á Húsavík er að vonum fyrirferðamikill þáttur í frásögn Egils, sem kom upphaflega norður til að vinna fyrir Norðursiglingu og kynntist þar unnustu sinni Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur. Þau keyptu nýverið Ketilsbraut 20 af séra Sighvati Karlssyni og Auði Björk Ásmundsdóttur og fór útgáfuhófið fram í bakgarðinum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
 
Egill áritar hér bók fyrir Röðul Rey og hjá stendur Sigrún Björg með Val son þeirra.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Tónlistarmennirnir Arnþór Þórsteinsson og Jónas Þór Viðarsson héldu uppi gleðinni.
 
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.
 
 
 
 
 
 
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744