Glćsilegur sigur í fyrsta leik

Völsungur gerđi góđa ferđ vestur á Snćfellsnes í dag ţegar keppni hófst í 2. deild karla.

Glćsilegur sigur í fyrsta leik
Íţróttir - - Lestrar 192

Markaskorarar Völsungs í dag, Óli tv. og Santiago.
Markaskorarar Völsungs í dag, Óli tv. og Santiago.

Völsungur gerđi góđa ferđ vestur á Snćfellsnes í dag ţegar keppni hófst í 2. deild karla.

Ţeir sóttu Víking heim í Ólafsvík og komust yfir strax á 1. mínútu leiksins. Ţar var ađ verki Santiago Feuillassier Abalo sem skorađi af stuttu fćri eftir góđa sókn.

Ólafur Jóhann Steingrímsson tvöfaldađi forystu Völsungs eftir tćplega tuttugu mínútna leik međ góđu skoti utan teigs. Mikael Hrafn Helgason minnkađi muninn fyrir heimamenn eftir rúmlega hálftíma leik. 

Stađan 1-2 í hálfleik og ţegar korter var til leiksloka skorađi Ólafur Jóhann sitt annađ mark, glćsilegt mark međ skoti efst í stöngina fjćr og í netiđ. Stađan 1-3 sem urđu úrslit leiksins.

Glćsilegur sigur í fyrsta leik en ţess má geta ađ heimildarmađur 640.is í Ólafsvík sagđi markmann Völsungs, Aron Bjarka Kristjánsson, hafa sýnt stórleik í síđari hálfleik og variđ hvađ eftir annađ ţegar Víkingarnir sóttu á Völsung.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Markaskorarar Völsungs í dag, Ólafur Jóhann tv. og Santiago fjćr. Mynd úr leik á dögunum.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744