28. júl
Glæsilegur Mærusigur hjá strákunumÍþróttir - - Lestrar 133
Völsungar unnu glæstan 4-0 Mærudagssigur á Reyni Sandgerði í gær en leikið var á PCC-vellinum.
Jakob Gunnar Sigurðsson, sem samdi á dögunum við KR, skoraði tvö mörk og það fyrra strax á 7. mínútu leiksins.
Simon Colina skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu tuttugu mínútum síðar og Jakob Héðinn Róbertsson bætti því þriðja á 67. mínútu.
Jakob Gunnar bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Völsungs fimm mínútum síðar og þrjú stig í höfn.
Völsungur er í 4. sæti deildarinnar með 25 stig einso KFA en með lakari markatölu. Víkingur Ó er í öðru sæti með 26 stig og Selfoss er á toppnum með 32 stig.
Símon skorar beint úr aukaspyrnu.
Jakob Héðinn skýtur að marki gestanna.
Jakob Gunnar í þann mund að skora sitt annað mark.
Mærudagsleikirnir eru ávallt vinsælir.