Gífurlega mikil aukning í umferđinni áriđ 2016

Áriđ 2016 var algert metár í umferđinni á Hringveginum en umferđin jókst um ríflega 13 prósent sem er gríđarlega mikil aukning á einu ári.

Áriđ 2016 var algert metár í umferđinni á Hringveginum en umferđin jókst um ríflega 13 prósent sem er gríđarlega mikil aukning á einu ári.

Í frétt á vef Vegagerđarinnar segir ađ aukningin sé nćrri tvöföld á viđ aukninguna sem nćst kemur á milli áranna 2006 og 2007 sem var 6,8 prósent.

Aldrei fyrr hafa jafnmargir bílar fariđ um mćlipunkta Vegagerđarinnar á Hringveginum. Sama á viđ um nýliđinn desembermánuđ en umferđin jókst um ríflega 21 prósent í mánuđinum og hefur umferđ yfir vetrarmánuđina aukist gríđarlega sem líklega má fyrst og fremst rekja til aukinnar vetrarferđamennsku. 

Gera má ráđ fyrir ađ mikil aukn­ing í ferđa­ţjón­ustu eigi stóran hlut í ţessar umferđ­ar­aukn­ingu en um 1,7 millj­ónir ferđa­manna heim­sóttu landiđ á árinu 2016 og nam aukn­ingin í ţađ minnsta 30 pró­sentum milli ára. End­an­legar tölur um fjöld­ann eiga ţó eftir ađ ber­ast.

Milli mánađa 2015 og 2016
Umferđin í desember 2016 jókst gríđar mikiđ en niđurstađan varđ rúmlega 21% aukning áriđ 2016 miđađ viđ sama mánuđ áriđ 2015.  Ţetta er mesta aukning mill desember mánuđa frá ţvi ađ ţessi samantekt hófst.  Umferđ jókst á öllum landssvćđum en langmest mćldist aukningin um mćlisniđ á Austurlandi eđa um tćplega 52%.  Minnst jókst umferđ um mćlisniđ um og í grennd viđ höfuđborgarsvćđiđ eđa um 18%.

Milli áranna 2015 og 2016
Nú ţegar áriđ 2016 er liđiđ liggur ţađ fyrir ađ umferđin á Hringvegi, um 16 lykiteljara, jókst um rúmlega 13%.  Aldrei áđur hefur umferđin aukist jafn mikiđ um umrćdd mćlisniđ.  Sem dćmi má taka ţá var fyrra met 6,8% en ţađ var á milli áranna 2006 og 2007.  Ţessi aukning nú er ţví tćplega tvöföldun á gamla metinu.

Umferđ eftir vikudögum milli áranna 2015 og 2016
Umferđin jókst mest á mánudögum eđa 15,3% en minnst var aukningin á föstudögum eđa 10,1%.   Umferđin reyndist mest á föstudögum en minnst á ţriđjudögum. 

Ađ lokum
Vafalaust eru nokkrar ástćđur fyrir ţví ađ umferđin á Hringvegi eykst svona eins og hún hefur gert.  Vegagerđin hefur bent á fylgni umferđar viđ hagvöxt, aukningu ferđamanna og síđan mćtti ímynda sér ađ góđ fćrđ á vegum yfir vetrarmánuđi hafi mikiđ ađ segja.  Ţetta kunna ađ vera ţrjár meginástćđur fyrir ţessari miklu aukningu á síđasta ári.  Ţađ verđur ţví afar fróđlegt ađ fylgjast međ ţróuninni á ţessu ári og sjá hvort ţessi mikla aukning haldi áfram eđa hvort ţađ hćgi á henni. (vegagerdin.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744