Gentle Giants styrkir TaeKwonDodeild Völsungs

Gentle Giants-Hvalaferðir á Húsavík og TaeKwonDodeild Völsungs hafa undirritað samkomulag um stuðning fyrirtækisins við deildina.

Gentle Giants styrkir TaeKwonDodeild Völsungs
Íþróttir - - Lestrar 206

Marcin og Daniel handsala samkomulagið.
Marcin og Daniel handsala samkomulagið.

Gentle Giants-Hvalaferðir á Húsavík og TaeKwonDodeild Völsungs hafa undirritað samkomulag um stuðning fyrirtækisins við deildina.

Í tilkynningu kemur fram að miikil ánægja sé innan raða deildarinnar með stuðninginn en fjármagnið verður notað til að kaupa búnað sem nýttur verður á æfingum og keppnum.

TaeKwonDo hefur verið stundað innan Völsungs í um 10 ár. Á æfingum er lagt mikið upp úr því að styrkja iðkendur bæði líkamlega og andlega. Iðkendur eru á öllum aldri og eru eru allir velkomnir að koma og prófa. Æfingar fara fram í litla salnum í íþróttahöllinni í tveimur aldurshópum.

„Það er mikilvægt að stuðla að fjölbreyttri íþróttastarfsemi í okkar samfélagi og því erum við afar stolt af samstarfinu við TaeKwonDodeild Völsungs. Við hvetjum iðkendur á öllum aldri og kynjum að taka þátt í því öfluga starfi sem þar fer fram.“ Segir Daníel Annisius, aðstoðarframkvæmdastjóri Gentle Giants.

„Við erum gríðarlega ánægð með stuðning Gentle Giants og munum nota styrkinn til kaupa á búnaði fyrir iðkendur. Með betri búnaði getum við gert betri æfingar og undirbúið iðkendur okkar betur til að taka þátt í keppnum. Fyrir hönd allra iðkenda deildarinnar vil ég þakka Gentle Giants fyrir stuðninginn.“ Sagði Marcin Florczyk þjálfari hjá Taekwondodeild Völsungs.

Ljósmynd aðsend

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744