25. nóv
Gefa út dagatal í tilefni 100 ára kosningaréttar kvennaFréttatilkynning - - Lestrar 481
Soroptimistakonur á Húsavík hafa í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna látið gera dagatal fyrir árið 2016.
Á dagatalinu minnumst við formæðra okkar sem af æðruleysi unnu störf sín með sæmd og ábyrgðartilfinningu. Ein kona er kynnt í hverjum mánuði í stuttu máli. Allar konurnar hafa búið í S-Þingeyjarsýslu sú elsta fædd árið 1858 og sú yngsta fædd árið 1910.
Dagatalið verður til sölu á Jólamarkaði Völsungs 28.nóvember og í Kaskó 5.desember.