Gaumur-Bílum fjölgar á Miðsvæði

Bílum á Miðsvæði sjálfbærniverkefnisins Gaums, hefur fjölgað úr 3691 í 4190 frá árinu 2017-2023.

Gaumur-Bílum fjölgar á Miðsvæði
Almennt - - Lestrar 252

Bílum á Miðsvæði sjálfbærni-verkefnisins Gaums hefur fjölgað úr 3691 í 4190 frá árinu 2017-2023.

Hlutfallslega er fjölgunin mest í Norðurþingi eða 14,6%, 8,7% í Tjörneshreppi og ef teknar eru saman tölur Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps og bornar saman við gögn nýs sveitarfélags sem nær yfir sama svæði er fjölgun bifreiða þar 12,2%. 

Gaumur fylgist sérstaklega með orkugjöfum, eyðslugildi og útblásturs gildi. Þá eru meðalaldur bifreiðar reiknaður út. 

Orkugjafar eru að breytast þar sem lægra hlutfall bifreiða á miðsvæði notar bensín, hærra hlutfall díesel og þá fer hækkandi hlutfall tengiltvinn bíla og rafbíla. Alls nota 44,8% bifreiða á Miðsvæði bensín sem orkugjafa, 49,9% nota dísel, 1,9% rafmagn og 3,41% eru tengiltvinnbílar sem nota ýmist bensín eða dísel ásamt rafmagni.

Í samanburði við landið í heild er lægra hlutfall bifreiða sem nota rafmagn sem orkugjafa eða eru tengiltvinn bifreiðar. Þá er einnig umtalsverður munur á milli landsins alls og Miðsvæðis hvað varðar hlutfall bensín og díesel bifreiðar. 50,2% bifreiða á landinu öllu nota bensín og 33,5% bifreiða á landinu öllu nota dísel. 

Eyðslugildi bifreiða á Miðsvæði hefur farið lækkandi á vöktunartíma Gaums. Við upphaf vöktunartímans var það 8.92 l/km en er nú 7.52 l/km. Eyðslugildi bifreiða er hæst á Tjörnesi en lægst í Norðurþingi. 

Útblástursgildi bifreiða á Miðsvæði hefur sömuleiðis farið lækkandi á vöktunartímanum. Það var að meðaltali 204.75 g/km árið 2017 og er 188.6 g/km. 

Þegar meðalaldur bifreiða er skoðaður Þá fór hann hækkandi á árunum 2017-2022. Mest var hækkunin á milli áranna 2021 og 2022, úr 20,8 árum í 23,3 ár. Meðalaldur bifreiða er hæstur í Tjörneshreppi 24 ára og fór í 26 ár þegar mest var. Meðalandurinn er lægstur í Norðurþingi 16, ár og var 19 ára árið 2022. 

Athyglivert er að á meðan á COVID-19 stóð hækkaði meðalaldur bifreiða hraðar en önnur ár á vöktunartíma Gaums en lækkar skarpt eftir að heimsfaraldrinum lauk. 

Vísir 2.7 hefur að geyma frekari gögn og upplýsingar um bílaflotann. 

 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744