Gamli barnaskólinn þótti glæsilegasta piparkökuhúsið

Meðal atriða á aðventuhátíðinni Jólabænum mínum sem Húsavíkurstofa stóð fyrir um helgina var piparkökuhúsakeppni sem haldin var í samstarfi við

Meðal atriða á aðventuhátíðinni Jólabænum mínum sem Húsavíkurstofa stóð fyrir um helgina var piparkökuhúsakeppni sem haldin var í samstarfi við Safnahúsið á Húsavík.

Úrslit keppninnar voru gjörð kunn í Safnahúsinu á laugardaginn og fram kom m.a í máli Guðna Bragasonar formanns dómnefndar að nefndinni hefði verið nokkur vandi á höndum því keppendur vönduðu vel til verka við smíðina.

Sigurvegarar keppninnar voru Svava Hlín Arnarsdóttir, sonur hennar Arnar Derric og systurdóttir Kristín Heba Davíðsdóttir.

„Við ákváðum að taka þátt í samkeppninni í því skyni að gera eitthvað skemmtilegt saman fjölskyldan fyrir jólin. Húsið sem
við gerðum er eftirlíking af Gamla barnaskólanum á Húsavík, byggingu sem er í eigu fjölskyldunnar okkar,“ segir Svava Hlín.

Húsagerðina segir Svava Hlín hafa verið töluverða vinnu. Aðalvinnan hafi verið að taka mál af byggingunni og sprauta glassúrnum en tvo lítra þurfti á húsið góða" sagði Svana og vildi um leið koma á framfæri hrósi til þeirra sem stóðu að framtakinu Jólabærinn minn fyrir frábæra dagskrá og stemmingu.

Ljósmynd Hafþór

Frænkurnar Svava Hlín og Kristín Heba við piparkökuskólann.

Ljósmynd Hafþór

Systkinin Arndís Inga og Hilmar Þór Árnabörn fluttu nokkur lög við þetta tækifæri.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744