Gamlárshlaupið á Húsavík - Hulda Ósk Jónsdóttir hlutskörpustÍþróttir - - Lestrar 747
Gamlárshlaupið á Húsvík, sem venjulega er haldið á Gamlársdag, var haldið 6. janúar 2013 og hófst kl. 11:00 við Sundlaugina á Húsavík. Vegna snjóalaga var hlaupaleiðinni aðeins breytt og völdu þátttakendur 7 km. hlaup eða 3,5 km. hlaup/skemmtigöngu. Hlaupið var um Húsavík.
Aðstæður voru sérstakar, veður var milt, um 2 stiga hiti og sunnan gola og færið var ansi fjölbreytt. Hluti gatnakerfisins var auður, annar hluti með ísingu og þriðji hluti leiðarinnar var með þykkum sleipum klaka. Þátttakendur urðu því að búa sig í samræmi við þetta og „horfa vel niður fyrir tærnar á sér í hlaupinu“ eins og kynnir hlaupsins komst að orði í upphafi hlaupsins.
Við endamarkið voru veitt útdráttarverðlaun, skenktur drykkur og notið gestrisni Sundlaugar Húsavíkur í lokin og skelltu sér í slakandi bað. Styrktaraðilar hlaupsins eru Mjólkursamsalan, Sundlaug Húsavíkur, Framsýn – stéttarfélag, Ísnet, Skóbúð Húsavíkur, Tákn, Kiwanis Húsvík, Lyfja, Háriðjan og Bílaleiga Húsavíkur.
Úrslit - Gamlárshlaup á Húsavík (haldið 6. janúar 2013):
7 km. - hlaup
Hulda Jónsdóttir 1997 28:28 Arnar Guðmundsson 1964 29:49 Jón Friðrik Einarsson 1961 30:27 Heiðar Halldórsson 1986 31:14 Ágúst Óskarsson 1966 31:19 Hólmgeir Rúnar Hreinsson 1979 31:27 Kári Páll Jónasson 1963 35:36 Skúli Hallgrímsson 1969 37:31 Unnsteinn Júlíusson 1969 37:38 Ásgeir Kristjánsson 1953 38:15 Eva Pot 1994 38:25 Erla Dögg Ásgeirsdóttir 1977 41:39 Guðrún Halldóra Jóhannsd. 1966 46:27
3,5 km. hlaup/skemmtiganga
Aðalbjörg Ívarsdóttir 1961 22:29 Unnur Mjöll Hafliðadóttir 1972 24:35 Erna Björnsdóttir 1971 Skemmtiganga Hörður Bjarni Bergþórsson 2008 Skemmtiganga Laufey Lind Kristinsdóttir 2002 Skemmtiganga Bergþór Bjarnason 1970 Skemmtiganga Þorsteinn Sveinsson 2006 Skemmtiganga Sif Jóhannesdóttir 1972 Skemmtiganga
|
Starfsmenn:
Ingólfur Freysson, Guðrún Kristinsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Fríður Helga Kristjánsdóttir.