07. mar
			Gamla myndin - Nikkurnar þandar á stéttinniGamla myndin -  - Lestrar 970
			
		Gamla mynd þessarar viku var tekin 1983 ef marka má það sem prentað er á bakhlið hennar.
Myndina tók Hreiðar Olgeirsson á Sjómanndeginum það árið og sýnir hún fjóra harmónikkuleikara þenja nikkurnar á hafnarstéttinni.
Þrír þeirra eru ekki lengur á meðal okkar en Aðalsteinn Ísfjörð er það og býr eins og flestir vita nú á Sauðárkróki.
Alli er lengst til vinstri en síðan koma þeir Jósteinn Finnbogason, Karl Ingólfsson og Baldur Árnason. Ef smellt er á myndina má skoða hana í stærri upplausn.


 































 
									 


 
 

 
 






























 640.is á Facebook
 640.is á Facebook