13. feb
			Gamla myndin - Gestir í 75 ára afmæli Félags starfsmanna Landsbanka ÍslandsGamla myndin -  - Lestrar 1012
			
		Gamla myndin þessa vikuna var tekin 7. mars 2003 á 75 ára afmæli Félags starfsmanna Landsbanka Íslands.
Í útibúi bankans á Húsavík var gestum og gangandi boðið upp á veitingar í tilefni dagsins og myndalabúm lágu frammi til skoðunar. Þá var föndur starfsmanna útibúsins til sýnir og kenndi þar ýmissa grasa.
Á myndinni eru þeir Vigfús B. Jónsson á Laxamýri og bræður frá Landi, Gunnlaugur og Guðmundur Theódórssynir að gæða sér á hnallþórum og glugga í myndaalbúmin.

































									
































 640.is á Facebook