18. jún
			Gamla myndin - Ferðamenn og rækjanGamla myndin -  - Lestrar 805
			
		Nokkuð er um liðið frá því mynd hefur komið hér inn undir liðnum Gamla myndin en hér kemur ein.
Hún var tekin í júlímánuði 2004 en þá voru félagarnir Héðinn Jónasson og Hjalti Hálfdánarson, skipverjar á rækjubátnum Hinna ÞH, að landa í Húsavíkurhöfn.
Bar þá að ferðamenn og sýndu þeir rækjunni áhuga þar sem hún var ísuð í körum. Héðinn bauð þeim að bragða og hrifust þeir af rækjunni og þáðu slatta í poka.
Er þetta raunverulegt dæmi um að ferðafólkið kann að meta atvinnulífið á stöðunum sem það sækir sagði á mbl.is sem birti myndina á sínum tíma.
Beint frá bát, ferðamönnunum þótti rækjan hjá Héðni góð og þáðu slatta í poka.


 































 
									 


 
 

 
 






























 640.is á Facebook
 640.is á Facebook