Gáfu Stórumörk gjöf til minningar um dóttur sína

Stóramörk, dagvist aldraðra á Kópaskeri, fékk fyrir skömmu myndarlega gjöf, fótaaðgerðastól af tegundinni Gharieni.

Stóramörk, dagvist aldraðra á Kópaskeri, fékk fyrir skömmu myndarlega gjöf, fótaaðgerðastól af tegundinni Gharieni.

Gefendur eru hjónin Guðný M. Guðnadóttir og Jón Grímsson á Kópaskeri. 

Vilja þau með þessari gjöf minnast dóttur sinnar, Helgu Karólínu Jónsdóttur, sem lést árið 2007 og hefði því orðið fimmtug á þessu ári.  

Stólnum er ætlað að auka gæði þeirrar þjónustu sem aldraðir jafnt sem aðrir íbúar á svæðinu þurfa á að halda, ásamt því að auðvelda fótaaðgerðarfræðingum og öðrum sem sinna slíkri þjónustu störf sín.

Stóramörk kann hjónunum bestu þakkir fyrir góða gjöf og hlýhug. 

Guðný Guðnadóttir situr í stólnum, Jón Grímsson til vinstri og aftan við stólinn Erla Sigurjónsdóttir fótaaðgerðarfræðingur og systurnar Anna Lára og Alda Jónsdætur, starfsmenn í Stórumörk.

Guðný Guðnadóttir situr í stólnum, Jón Grímsson til vinstri og aftan við stólinn Erla Sigurjónsdóttir fótaaðgerðarfræðingur og systurnar Anna Lára og Alda Jónsdætur, starfsmenn í Stórumörk.

Stóramörk


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744