04. apr
Gæludýraverslun í UrðarprentiAlmennt - - Lestrar 362
Urðarprent ehf. opnar gæludýra-verslun að Urðargerði 3 á Húsavík í dag.
“Við byrjum með talsvert af gæludýravörum og bætum svo við eftir þörfum viðskiptavinana en fleiri vörur eru væntanlegar á næstu dögum.
Þá stefnum við á að vera með lifandi dýr í framtíðinni svo fólk þurfi ekki að leita annað eftir þeirri þjónustu en svona verslun hefur ekki verið í bænum”. Segir Anna Soffía Halldórsdóttir í Urðarprenti.