Fyrstu tíu íbúðirnar að Útgarði 6 afhentar

Fimmtudaginn 15. október voru fyrstu tíu íbúðirnar af átján í fjölbýlishúsinu að Útgarði 6 afhentar kaupendum sem er fólk eldra en 55+.

Fyrstu tíu íbúðirnar að Útgarði 6 afhentar
Almennt - - Lestrar 648

Hermann afhendir Jóni og Dóru lyklana.
Hermann afhendir Jóni og Dóru lyklana.

Fimmtudaginn 15. október voru fyrstu tíu íbúðirnar af átján í fjölbýlishúsinu að Útgarði 6 afhentar kaupendum sem er fólk eldra en 55+.

Það var Naustalækur ehf., dótturfélag Steinsteypis ehf. sem stóð að byggingu hússins en aðalverktaki var Trésmiðjan Rein ehf. á Húsavík.

Að sögn Friðriks Sigurðssonar stjórnarformanns Naustalækjar ehf. verða þær átta sem eftir eru afhentar á næstu vikum.

Hermann Aðalgeirsson fasteignasali hjá Lögeign sá um sölu íbúðanna og afhenti hann lyklana að þeim.

Það voru Jón Helgi Gestsson og Halldóra M. Harðardóttir sem fengu fyrstu lyklana.

Jón Helgi, ásamt Jóhanni Geirssyni, lagði fram hugmyndir árið 2017 um uppbyggingu fyrir heldri borgara á svæðinu við Útgarð. Þess má til gamans geta að Jón Helgi tók fyrstu skóflustunguna að byggingunni 30. október fyrir tveimum árum en það er afmælisdagur hans.

Ljósmynd 640.is

Fjölbýlishúsið að Útgarði 6 er sambyggt Útgarði 4.  

Ljósmynd 640.is

Bjarni Sveinsson og Sólveig Jóna Skúladóttir fá hér lyklana að sinni íbúð. Bjarni tjáði ljósmyndara að þetta væri í fyrsta skipti sem hann byggi norðan Búðarár.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744