04. jan
			Fyrsta löndun ársins á HúsavíkAlmennt -  - Lestrar 391
			
		Línubáturinn Sólrún EA 151 kom að landi á Húsavík síðdegis í gær og landaði þar með fyrstur báta á Húsavík þetta árið.
Eins og fram kemur á mbl.is í dag hefur GPG Seafood ehf. á Húsavík keypt útgerðarfélagið Sólrúnu ehf. á Árskógssandi í Eyjafirði.
Kaupunum fylgja bátarnir Sólrún EA 151 og Særún EA 251 auk rúmlega 500 tonna kvóta, þar af um 370 tonn í þorski.
Sjá fleiri myndir á Skipamyndir.com
Sólrún kemur að í gær.


 































 
									 


 
 

 
 






























 640.is á Facebook
 640.is á Facebook