Fyrst kvenna oddviti LanganesbyggđarFréttatilkynning - - Lestrar 542
Ný sveitarstjórn tók til starfa í Langanesbyggđ á dögunum en ţar var Hilma Steinarsdóttir grunn-skólakennari og háskólanemi kosin oddviti sveitarstjórnar, fyrst kvenna til ađ gegna ţví embćtti.
Varaoddviti er Ţorsteinn Ćgir Egilsson íţróttakennari og sjúkraflutningamađur.
Meirihlutasamstarf N og L lista var ţar međ innsiglađ en ţađ eru Hilma Steinarsdóttir og Reynir Atli Jónsson fyrir N listann Nýtt afl, og Ţorsteinn Ćgir Egilsson og Hulda Kristín Baldursdóttir fyrir L – Framtíđarlistann.
Í kosningunum fékk U-listinn, Uppbygging-Samstađa-Ábyrgđ, ţrjá menn en ţađ eru Siggeir Stefánsson, Halldóra Jóhanna Friđbergsdóttir og Björn Guđmundur Björnsson. Mikil endurnýjun hefur ţví átt sér stađ en Siggeir Stefánsson var eini sitjandi sveitarstjórnarmađurinn sem starfar áfram í sveitarstjórn.
Hulda Kristín er yngsti kjörni fulltrúinn á landinu og međalaldur meirihlutans ţví rétt rúmlega 30 ár. Ţađ er ánćgjulegt ađ fá nýtt og öflugt fólk inn sem hefur áhuga á ađ vinna samfélaginu til góđs.
Helstu áherslur nýja meirihlutans eru ađ auka velferđ og jafnrétti íbúa, ábyrg fjármálastjórnun, uppbygging nýs leikskóla, gagnsć stjórnsýsla, varanleg lausn á sorphirđumálum, atvinnumál og nýsköpun.
Ný sveitarstjórn Langanesbyggđar á sínum fyrsta fundi, frá vinstri: Hulda Kristín Baldursdóttir, Reynir Atli Jónsson, Ţorsteinn Ćgir Egilsson, Hilma Steinarsdóttir, Halldóra Jóhanna Friđbergsdóttir, Björn Guđmundur Björnsson og Siggeir Stefánsson.