Fyrirlestur um Þorstein Jósepsson og ljósmyndasafn hans

Fyrirlestur um Þorstein Jósepsson og ljósmyndasafn hans verður í Safnahúsinu á Húsavík fimmtudaginn 7. maí kl.13:00.

Fyrirlestur um Þorstein Jósepsson og ljósmyndasafn hans
Fréttatilkynning - - Lestrar 350

Þorsteinn Jósepsson.
Þorsteinn Jósepsson.

Fyrirlestur um Þorstein Jósepsson og ljósmyndasafn hans verður í Safnahúsinu á Húsavík fimmtudaginn 7. maí kl.13:00.

Inga Lára Baldvinsdóttir safnvörður á Ljósmyndasafni Íslands segir frá Þorsteini og ljósmyndasafni hans.

Inga Lára Baldvinsdóttir hefur starfað við ljósmyndavarðveislu í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni um langt árabil.

Á þeim vettvangi  hefur hún unnið að ljósmyndasýningum, gefið út og ritstýrt ljósmyndabókum og skrifað greinar um ljósmyndasögu.


Sýningin „Svipmyndir eins augnabliks“, farandsýning frá Þjóðminjasafni Íslands á verkum Þorsteins Jósepssonar stendur nú yfir í sýningarsal í Safnahúsinu. Safn Þorsteins (1907-1967) er eitt stærsta, merkasta og heildstæðasta einkasafn frá síðustu öld sem varðveitt er í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni.

Inga Lára ritstýrði útgáfu rits Þjóðminjasafns Íslands um verk Þorsteins, sem gefið var út í tengslum við sýninguna.

Enginn aðgangseyrir – allir velkomnir


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744