Friðgeir kom færandi hendi í nýja golfskálann

Friðgeir Bergsteinsson er einn fjölmargra Húsvíkinga sem sækja æskuslóðirnar heim á Mærudögunum og var hann mættur vel tímanlega í ár.

Friðgeir afhendir Birnu myndina.
Friðgeir afhendir Birnu myndina.

Friðgeir Bergsteinsson er einn fjölmargra Húsvíkinga sem sækja æskuslóðirnar heim á Mærudögunum og var hann mættur vel tímanlega í ár.

Í gær kom Friðgeir færandi hendi í nýja golfskálann og færði Golfklúbbi Húsavíkur ljósmynd að gjöf.

Myndin er af afa hans, Jónasi Geir Jónssyni kennara.

Jónas Geir, sem fæddur var árið 1910 og lést árið 1997, var áhugasamur golfspilari og einn af stofnendum Golfklúbbs Húsavíkur.

Ljósmynd 640.is

Birna Ásgeirsdóttir formaður GH tók við gjöfinni sem mun fara upp á vegg í golfskálanum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744