Friðgeir blæs til veislu við Austurvöll

Næstkomandi laugardagskvöld mun Friðgeir  Bergsteinsson í samvinnu við Íslenska barinn við Austurvöll, blása til sóknar og halda Húsavíkurkvöld. Friðgeir

Friðgeir blæs til veislu við Austurvöll
Almennt - - Lestrar 542

Friðgeir Bergsteinsson.
Friðgeir Bergsteinsson.

Næstkomandi laugardagskvöld mun Friðgeir  Bergsteinsson í samvinnu við Íslenska barinn við Austurvöll, blása til sóknar og halda Húsavíkurkvöld. Friðgeir hélt einnig Húsavíkurkvöld á Kaffi Sólon í fyrra en nú verður önnur og glæsilegri veisla haldin á Íslenska barnum við Austurvöll.

 

Friðgeir segir þetta verða minni gerðina af Mærudögunum og vonar að sjá sem flesta ,bæði brottflutta sem og heimamenn á Húsavík. Hann er búinn að senda út fréttatilkynningu vegna Húsavíkurkvöldsins til fjölda fólks á samskiptavefnum Facebookl sem og víðar um veraldarvefinn.

 

Kvöldið byrjar kl.21:00 og fyrir Húsvíkinga verður 20% afsláttur af mat á staðnum auk þess sem það verður fljótandi tilboð fyrir Húsvíkinga á barnum.

Ef fólk er með spurningar eða eitthvað er þeim beint á að senda tölvupóst til Friðgeirs á geir_kr@hotmail.com eða hringja í hann í síma, 8665009. 

Þá vill Friðgeir minna það fólk sem vill koma sér almennilega í gírinn áður en það mætir á Húsavíkurkvöldið á að horfa á drengina okkar í sjónvarpinu og á þar við Ljótu hálfvitana. Þeir verða áberandi á RÚV um helgina því á föstudagskvöldið verða þeir í beinni útsendingu í úrslitaþætti Popppunktsins og á laugardagskvöldið verða þeir í spurningarkeppninni Útsvar sem hefur göngu sína að nýju um helgina.

www.islenskibarinn.is

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744