Friðgeir lætur gott af sér leiða fyrir jólin

Húsvíkingurinn Friðgeir Bergsteinnson hefur fyrir undanfarin jól látið gott af sér leiða með ýmsum hætti og það er engin breyting á því í ár.

Friðgeir lætur gott af sér leiða fyrir jólin
Almennt - - Lestrar 540

Friðgeir Bergsteinsson Lj. Daníel Starrason.
Friðgeir Bergsteinsson Lj. Daníel Starrason.

Húsvíkingurinn Friðgeir Bergsteinnson hefur fyrir undanfarin jól látið gott af sér leiða með ýmsum hætti og það er engin breyting á því  í ár.

"Það styttist í jólin og allir þurfa hlýju og stuðning að halda á þessum tíma. Ég hef ákveðið að fara af stað með lítið uppboð. Ég fékk í hendurnar treyju sem er þess virði að setja í uppboð. Þetta er treyja frá Arnóri Sigurðssyni. Arnór Sigurðsson er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir CSKA Moskva sem miðjumaður og í íslenska landsliðinu.

Arnór er alinn upp hjá ÍA. Árið 2017 hélt hann til IFK Norrköping í Svíþjóð en ári síðar hélt hann til CSKA Moskvu og gerði 5 ára samning við liðið. Hann skoraði gegn AS Roma í Meistaradeild Evrópu nú í vetur og varð þriðji Íslendingurinn til að gera það. Hann skorði svo aftur núna gegn stórliði Real Madrid og lagði upp mark. Þvílíkur leikmaður! 

Uppboðið fer þannig fram að þið sendið mér tölvupóst hér á facebook eða á netfangið mitt, fridgeirb@gmail.com og ég svara ykkur strax með upplýsingum um hvernig uppboðið stendur. Fullrar nafnleyndar er heitið ef þess er óskað. Ég ætla styrkja tvo einstaklinga sem eru að berjast við erfið veikindi. 

Annar þeirra er Ívar Hrafn Baldursson. Ívar er lítll drengur sem glímt hefur við erfið veikindi frá fæðingu en hann greindist með gallganggnarýrð (biliary atresia) sem lýsir sér í því að það er lítil sem enginn tenging úr lifur í þarmana. Vegna þessa hefur hann verið inn og út af sjúkrahúsum og mun að öllum líkindum þurfa lifrarígræðslu sem verður gerð í Svíþjóð. 

Hinn er frændi minn, Gunnsteinn Sæþórsson. Hann er 18 ára Aðaldælingur og greindist fyrr á þessu ári með bráðahvítblæði og hefur verið í stífum meðferðum við því og þarf hann að sækja meðferðir til Reykjavíkur reglulega og eðlilega hefur slíkt mikil áhrif á ýmsa þætti í hans lífi". Segir Friðgeir í tilkynningu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744