Fréttir frá Skotfélagi Húsavíkur

Íslandsmótið í riffilskotfimi var haldið í Reykjavík um helgina þar sem keppt var með sérsmíðuðum rifflum.

Fréttir frá Skotfélagi Húsavíkur
Íþróttir - - Lestrar 528

Kristján R. Arnarson varð annar.
Kristján R. Arnarson varð annar.

Íslandsmótið í riffilskotfimi var  haldið í Reykjavík um helgina þar sem keppt  var með sérsmíðuðum rifflum.

Mótið var frekar fámennt að þessu sinni en veður  var afar óhagstætt, hvassviðri og rigning.

Kristján Arnarson frá Skotfélagi Húsavíkur tók þátt í mótinu og stóð sig vel, náði öðru sæti.

Annars er það að frétta af Skotfélagi Húsavíkur að það hefur staðið í framkvæmdum í sumar við smíði á 48 fermetra riffilhús á svæði félagsins.

Húsið er risið en það mun gjörbreyta alllri aðstöðu til æfinga, og hægt  verður að  halda vegleg skotmót, með tilkomu þess.

Þá var  lokið við nýja  skotbraut  sem er um  500 m. löng.

Þá segir einnig í tilkynningu að rekstur Skotfélags Húsavíkur sé í góðum málum, það eigi fyrir fyrrnefndum framkvæmdum og engar útistandandi skuldir.

Riffilhús í smíðum


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744