Fréttir af starfi Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrennis 2022

Síðastliðna helgi stóðum við soroptimistasystur fyrir okkar fjórða sjálfstyrkingarnámskeiði „Þú og þinn styrkur“ætlað stúlkum á þrettánda aldursári sem

Síðastliðna helgi stóðum við soroptimistasystur fyrir okkar fjórða sjálfstyrkingarnámskeiði „Þú og þinn styrkur“ætlað stúlkum á þrettánda aldursári sem búsettar eru í Þingeyjarsýslum.

Síðastliðin tvö ár höfum við ekki getað boðið upp á námskeið sökum covid. Við gáfum því stúlkum á fjórtánda ári einnig kost á að sækja námskeiðið. 24 stúlkur þáðu boðið og voru þær allar á þrettánda árinu, frá þremur skólum.

Sem fyrr var námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Kennarar voru Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi og Sigríður Ásta Hauksdóttir náms-, starfs- og fjölskylduráðgjafi.  Námskeiðið stóð frá kl. 17.00 á föstudaginn fram á kl. 17.00 á laugardag. 

Við nutum velvildar samfélagsins eins og áður. Þingeyjarskóla fengum við til afnota okkur að kostnaðarlausu. Við viljum þakka öllum þeim sem styrktu okkur með fjárframlögum og matargjöfum: Þingeyjarsveit, Norðurþingi, Starfsmannafélagi Norðurþings, Kvenfélögum í S-Þingeyjarsýslu Hveravöllum, Heimabakaríi, Norðlenska og síðast en ekki síst Ingunni í Krambúðinni fyrir sín snöru handtök. Einnig fer afrakstur álfasölunnar í þetta verkefni.

Við systur sáum um allan undirbúning að vanda, bökuðum, elduðum og stóðum vaktina og höfðum gaman af. Námskeiðið heppnaðist vel og fóru höldum við allar sáttar heim. Við teljum að námskeið sem þetta hafi þýðingu og skili stúlkunum hæfari til að takast á við flókna veröld nútímans. Megin þema þessa námskeiðs er m.a. að vinna með styrkleika, samskipti, virðingu og hinn flókna heim samskipta á netinu og samfélagsmiðla.  

Við reiknum svo með að halda ótrauðar áfram með námskeiðin og stefnum á að halda eitt slíkt næsta haust.

                   Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744