Framsýn í viðræður við Tjörneshrepp

Tjörneshreppur hefur óskað eftir viðræðum við Framsýn stéttarfélag um gerð kjarasamnings fyrir hönd starfsmanna hreppsins.

Framsýn í viðræður við Tjörneshrepp
Almennt - - Lestrar 163

Tjörneshreppur hefur óskað eftir viðræðum við Framsýn stéttarfélag um gerð kjarasamnings fyrir hönd starfsmanna hreppsins.

Áður hafði Tjörneshreppur afturkallað samningsumboðið frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Frá þessu greinir á heimasíðu Framsýnar.

"Þar sem Starfsgreinasamband Íslands hefur haft samningsumboð Framsýnar vegna sveitarfélaga á félagssvæði félagsins og í ljósi þess að Tjörneshreppur hefur afturkallað samningsumboðið frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur Framsýn ákveðið að afturkalla samningsumboðið frá Starfsgreinasambandinu er varðar Tjörneshrepp. Gengið var frá því í dag

Fullur vilji er til þess innan hreppsnefndar Tjörneshrepps og stjórnar Framsýnar að hefja þegar í stað viðræður um gerð kjarasamnings fyrir starfsmenn hreppsins með það að markmiði að klára gerð kjarasamnings á næstu vikum.

Þess má geta til viðbótar að ákvörðun Tjörneshrepps þarf ekki að koma á óvart þar sem framkoma Launanefndar sveitarfélaga í garð sveitarfélagsins og reyndar í garð samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands hefur verið með miklum ólíkindum" segir í fréttinni. 

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744