Framsýn fagnar auknum kvóta

Framsýn- stéttarfélag fagnar ákvörðun fyrrverandi Sjávarútvegsráðherra um að auka fiskveiðikvótann um 30 þúsund tonn á núverandi fiskveiðiári. Aukningin

Framsýn fagnar auknum kvóta
Aðsent efni - - Lestrar 262

Framsýn- stéttarfélag fagnar ákvörðun fyrrverandi Sjávarútvegsráðherra um að auka fiskveiðikvótann um 30 þúsund tonn á núverandi fiskveiðiári. Aukningin mun hafa jákvæð áhrif á sjávarbyggðir landsins og þjóðarbúið í heild enda verði aflinn unninn af fiskvinnslufólki á Íslandi.

 

 

 

Framsýn hefur áhyggjur af því að hluti aflans verði fluttur óunninn úr landi en á síðasta fiskveiðiári voru flutt út 56.548 tonn af óunnum afla á erlenda fiskmarkaði með veiðiskipum og flutningaskipum. Verðmætið var um 12,3 milljarðar króna. Hefði aflinn komið til vinnslu á Íslandi hefði það skapað hundruðir starfa í fiskvinnslu og þjónustugreinum tengdum sjávarútvegi og aukið þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar.

 

Úthlutun Sjávarútvegsráðherra nú, er ekki bundin við að hann verði unninn á Íslandi. Því má reikna með að fiskvinnslufólk m.a. í Bretlandi fagni ákvörðun ráðherrans enda sér það fram á meiri fisk frá Íslandi og þar með meiri vinnu. Miðað við núverandi atvinnuástand á Íslandi hefði verið nær að skilyrða kvótaaukninguna við að aflinn yrði unninn af íslensku fiskvinnslufólki.

Þá er mikilvægt að ráðherra setji auknar hömlur á útflutning á óunnum fiski ekki síst við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu. Útflutningur á óunnum fiski hefur aukist ár frá ári og jókst m.a. um 20% í verðmætum milli síðustu tveggja fiskveiðiára. Við þessari þróun þarf að sporna og tryggja að fiskurveiddur í íslenskri landhelgi komi til vinnslu á Íslandi. Íslenska þjóðarbúinu til hagsbóta.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744