Framsýn ályktaði um ástandið á GazaAðsent efni - - Lestrar 251
Stjórn Framsýnar- stéttarfélags Þingeyinga samþykkti eftirfarandi ályktun á stjórnarfundi sínum í gær.
Ályktun um ástandið á Gaza
Framsýn- stéttarfélag fordæmir gegndarlausar árásir Ísraelshers á íbúa herteknu svæðanna á Gaza. Það er með ólíkindum að alþjóðasamfélagið geti ekki brugðist við slíkum árásum þar sem varnarlausir íbúar, konur og börn eiga sér engrar undankomu auðið. Ísland á að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að Ísraelsmenn fari að alþjóðalögum að öðrum kosti verði þeim refsað með viðeigandi hætti. Þá skorar Framsýn á ríkisstjórn Íslands að slíta nú þegar stjórnmálasambandi við Ísrael. Íslendingum er ekki sæmandi að blanda geði við þjóð sem virðir ekki sjálfsögð og eðlileg mannréttindi og notar algjöra hernaðarlega yfirburði sína til að kúga óbreytta borgara á Gaza.