Frá upplýsingafundi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðra vindorkurannsókna

Fimmtudaginn 22. febrúar sl. hélt Landsvirkjun upplýsingafund á Gamla Bauk á Húsavík um fyrirhugaðar vindorkurannsóknir austan Húsavíkurfjalls.

Fimmtudaginn 22. febrúar sl. hélt Landsvirkjun upplýsingafund á Gamla Bauk á Húsavík um fyrirhugaðar vindorkurannsóknir austan Húsavíkurfjalls.

Unnur María Þorvaldsdóttir, forstöðumaður þróunar vindorku og Guðmundur Ögmundsson, verkefnisstjóri nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun héldu kynninguna, greindu frá stöðu verkefnisins og næstu skrefum.

Fram kemur á heimasíðu Norðurþings að Landsvirkjun hefur fengið stöðuleyfi til tveggja ára fyrir lidar mælitæki og rafstöðvakerru til vindorkurannsókna í landi Norðurþings.

Fyrirhuguð staðsetning mælibúnaðar er austan Húsavíkurfjalls við Reyðará. Markmiðið er að mæla veðurfarslega þætti til að styðja við rannsóknir á fýsileika vindorkunýtingar á svæðinu. Fyrirliggjandi vegslóði verði nýttur til að koma búnaði inn á svæðið. Ekki er gert ráð fyrir jarðraski við framkvæmdina og hún að fullu afturkræf.

Hægt er að sjá kynningu Landsvirkjunar frá upplýsingafundinum hér.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744