19. nóv
Frá hruni og heim-Steingrímur J. áritar í bókabúðinniFréttatilkynning - - Lestrar 141
Steingrímur J. Sigfússon mun verða í Bókaverslun Þórarins á Húsavík n.k. föstudag 22. nóvember kl. 16:00 og árita bók sína, Frá Hruni og heim.
Steingrímur hefur um árabil verið í framlínu íslenskra stjórnmála og hafa fáir lent í viðlíka sviptivindum. Í bókinni sem er bæði áhugaverð og opinská ræðir Steingrímur við Björn Þór Sigurbjörnsson um eitt erfiðasta verkefni íslenskrar stjórnmálasögu: Að vera í forystu við að reisa landið úr rustum Hrunsins.
Steingrímur mun að sjálfsögðu spjalla við gesti og gangandi um bókina og fleira.
Allir velkomnir, kaffi og konfekt verður á boðstólnum.