Frá Hollvinum Húsavíkurkirkju

Pétur Ármannsson arkitekt og sviðstjóri hjá Minjastofnun og Arnór Skúlason frá fasteignasviði biskupsstofu komu á dögunum til Húsavíkur og fóru í

Frá Hollvinum Húsavíkurkirkju
Almennt - - Lestrar 186

Húsavíkurkirkja og Bjarnahús.
Húsavíkurkirkja og Bjarnahús.

Pétur Ármannsson arkitekt og sviðstjóri hjá Minjastofnun og Arnór Skúlason frá fasteigna-sviði biskupsstofu komu á dögunum til Húsavíkur og fóru í vettvangsferð um kirkjuna, Bjarnahús og umhverfi þeirra. 

Frá þessu segir á Fésbókarsíðu Hollvina Húsavíkurkirkju en þar segir jafnframt:

Það er mjög ánægjulegt að segja frá því að breytt viðhorf er hjá Minjastofnun varðandi aðgengi fyrir fatlaða. Hjá þeim er ríkur vilji að leysa aðgengismálin við kirkjuna.

Áætlaður heildarkostnaður við nauðsynlegar endurbætur á kirkjunni er 20-25 milljónir króna. Sama má segja um áætlaðan heildarkostnað við endurbætur á safnaðarheimilinu okkar, Bjarnahúsi, 21-23 milljónir króna. Á þessari stundu liggur ekki fyrir áætlaður kostnaður við aðgengismál og frágang lóðar.

Nú er unnið að nákvæmri kostnaðar- og verkáætlun og eru menn bjartsýnir á að:
 allra brýnustu viðgerðir við kirkju klárist á þessi sumri
 vinna hefjist við Bjarnahús
 hönnunarvinna við aðgengismálin verði klár og hægt að byrja þá vinnu sumarið 2022.

Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju hefur nú þegar fengið úthlutað styrk frá Minjastofnun, 1,5 milljónir til kirkju og 1,2 milljónir til Bjarnahúss. Sóknarnefnd vinnur nú að því að sækja um frekari styrk til til Minjastofnunar í ljósi þeirra fjármagnsfreku framkvæmda sem fyrir liggja. Einnig verður sótt um um styrk til jöfnunarsjóðs sókna.

Það er gleðilegt að segja frá því að söfnun Hollvinasamatakana hefur gengið vonum framar og hafa nú safnast tæpar 6 milljónir króna. Skráðir félagar í Hollvinasamtökunum eru nú hátt í 50 talsins og margir þeirra eru að greiða mánaðarleg framlög, aðrir greiða frjáls framlög.

Fyrir utan skráða félaga hafa aðrir einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki lagt fram styrki.

Hafið kærar þakkir fyrir framlög ykkar kæru hollvinir – saman getum við lyft Grettistaki og gert Húsavíkurkirkju og Bjarnahúsi þann sóma sem þau eiga skilið.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744