Frá Bach til Boss-Hjörleifur Valsson með tónleika í Húsavíkurkirkju.

Frá Bach til Boss - Hjörleifur Valsson fiðluleikari mun halda einleikstónleika á Húsavík. Tónleikar verða í Húsavíkurkirkju laugardaginn 30. ágúst kl.

Hjörleifur Valsson.
Hjörleifur Valsson.

Frá Bach til Boss - Hjörleifur Valsson fiðluleikari mun halda einleikstónleika á Húsavík.

Tónleikar verða í Húsavíkurkirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 17.00, miðaverð kr. 2.000

 

Hjörleifur mun leika á Stradivari fiðluna sem er frá árinu 1732.

 

 

 

 

Hjörleifur Valsson (1970) lauk einleikaraprófi frá tónlistarháskólanum í Ósló árið 1993, þar sem aðalkennari hans var Eivind Aadland, en hlaut þá styrk frá tékkneska ríkinu til names við Prag konservatoríið. Þar nam hann fiðluleik og kammertónlist í þrjú ár, auk þess að leika með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum þar í borg. Hjörleifur lauk Dipl. Mus. gráðu frá Folkwang Hochschule í Essen sumarið 2000.

 

Á námsárum sínum í mið-evrópu sótti hann námskeið hjá Grigorij Zhislin, Truls Mörk, Pierre Amoyal, Sergej Stadler, Pavel Gililov o.fl. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika víða um Evrópu, starfað með tónlistarmönnum á borð við Mstislav Rostropovitsj, Shlomo Mintz, Gilles Apap o.fl.,samið, útsett og leikið tónlist fyrir leikhús og margoft tekið þátt í upptökum fyrir útvarp, sjónvarp,kvikmyndir og hljómplötuútgáfur.

Hjörleifur er mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og kemur víða við sem fiðluleikari auk þess að kenna fiðluleik við tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann leikur á fiðlu smíðaða af Antonio Stradivari frá árinu 1732, sem er í eigu Ingunnar G. Wernersdóttur.

Meðfylgjandi mynd af Hjörleifi Valssyni er fengin af vef Listasafns Sigurjóns Ólafssonar www.lso.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744