Fótboltinn að komast á fullt: 12 leikir á 4 dögum

Þrátt fyrir hret í veðurfari hjá okkur hérna norðanlands er fótboltinn að komast á fullt hjá öllum flokkum.

Fótboltinn að komast á fullt: 12 leikir á 4 dögum
Íþróttir - - Lestrar 424

Æfingar á gervigrasvellinum í dag.
Æfingar á gervigrasvellinum í dag.

Þrátt fyrir hret í veðurfari hjá okkur hérna norðanlands er fótboltinn að komast á fullt hjá öllum flokkum.

Eins og flestir ættu að vita er mfl karla kominn af stað og mfl kvenna hefur leik næstkomandi fimmtudag hérna á Húsavíkurvelli þegar Sindra stúlkur koma í heimsókn.

Það er ekki eini leikurinn sem að Völsungur spilar þann daginn en 5. fl karla spilar gegn Þór á Húsavíkurvelli kl. 16.00 og 16.50.

Þá spilar 5. flokkur kvenna inná Akureyri gegn Þór á fimmtudeginum þannig að það er nóg um að vera næstkomandi fimmtudag.

Áfram heldur boltinn að rúlla því á föstudaginn spilar 4.flokkur karla við KF/Dalvík klukkan 16.30 og klukkan 18.00 spilar 5.flokkur kvenna gegn Hetti hér á Húsavíkurvelli.

Um helgina fer 3.flokkur kvenna til Reykjavíkur og spilar gegn Þrótti og Stjörnunni.

Mfl karla spilar gegn Leikni R á Húsavíkurvelli á Laugardaginn kl. 16.30.

Helginni líkur svo með þvi að 3.flokkur karla spilar gegn suðurnesjamönnum í NRV á Húsavíkurvelli klukkan 14.00.

Frá fimmtudegi til sunnudags munu Völsungar spila 12 leiki séu allir flokkar taldir saman.

Því má með sanni segja að fótboltinn sé kominn á fullt! (volsungur.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744