Forsetarúin afhjúpađi Bleiku slaufuna

Líkt og undanfarin 10 ár tileinkum viđ októbermánuđ baráttunni gegn krabbameini í konum undir merkjum Bleiku slaufunnar.

Forsetarúin afhjúpađi Bleiku slaufuna
Fréttatilkynning - - Lestrar 496

Líkt og undanfarin 10 ár tileinkum viđ októbermánuđ baráttunni gegn krabbameini í konum undir merkjum Bleiku slaufunnar.

Í ár er sjónum beint ađ algengasta krabbameini íslenskra kvenna – brjóstakrabbameini. Hér á landi greinist kona međ brjóstakrabba-mein á um 40 klukkustunda fresti áriđ um kring.

Margt hefur áunnist í baráttunni gegn brjóstakrabbameini á undanförnum árum. Lífslíkur hafa til ađ mynda aukist til muna. Ţannig geta 90% kvenna sem greinast međ brjóstakrabbamein nú vćnst ţess ađ lifa lengur en fimm ár. Um 3.000 konur eru á lífi í dag sem greinst hafa međ brjóstakrabbamein. Ţađ er hins vegar lífsnauđsynlegt ađ gera enn betur: Enn látast um 40 konur úr sjúkdómnum á hverju ári.

Öflugasta vopniđ í baráttunni gegn brjóstakrabbameini er skipuleg leit sem til ađ finna krabbamein á byrjunarstigi ţegar lćkning er möguleg. Brýn ţörf er á ađ endurnýja tćkjabúnađ til skipulegrar leitar og er söfnunarfé Bleiku slaufunnar , variđ til endurnýjunar tćkja.

 Bleika slaufan er ađ ţessu sinni hönnuđ af Lovísu og Unni Eir gullsmiđum. Form slaufunnar táknar stuđningsnetiđ sem mikilvćgast er ţeim konum sem greinast međ krabbamein - fjölskylduna og samfélagiđ. Slaufan kostar 2.000 krónur.

Fimmtudagskvöldiđ 29. september verđur svo Bleika bođiđ haldiđ kl. 20:00 á 1.hćđ í Kringlunni á góđgerđardegi Kringlunnar „Af öllu hjarta“ ţar sem verslanir gefa 5% af allri veltu dagsins til verkefnisins og selja slaufur auk ţess ađ bjóđa margvíslega afslćtti til viđskiptavina. Kringlan er opin 10-22 í tilefni dagsins.

Dagskráin hófst međ ţví ađ forsetafrú Eliza Reid afhjúpađi slaufuna viđ athöfn í Kringlunni. Tolli málar listaverk međ leikskólabörnum „Mynd fyrir mömmu“ frá kl. 13. Lalli töframađur og Ćvar vísindamađur skemmta börnunum kl. 17 og kl: 20 stíga á stokk fjöldi listamanna og ţar á međal eru Ari Eldjárn, Kristjana Stefáns og krakkar úr Bláa hnettinum, Gréta Salóme, Glowie, Ţórunn Erna Clausen ásamt Unni Söru Eldjárn og Margréti Arnardóttur. Friđrika Hjördís eđa Rikka fjölmiđlakona kynnir dagskrána. Allir eru hjartanlega velkomnir. 

Bleika slaufan er seld á fjölda sölustađa án nokkurrar álagningar. Söluandvirđiđ rennur ţví óskipt til söfnunar Krabbameinsfélags Íslands. Sölustađi Bleiku slaufunnar má finna á www.bleikaslaufan.is

Bleika slaufan

Á myndini er Eliza Reid forsetafrú sem afhenti fimm konum sem greinst hafa međ brjóstakrabbamein fyrstu bleiku slaufurnar: ţćr eru í miđjunni og Eliza Reid ásamt Sigrúnu Gunnarsdóttir til hćgri og til vinstri eru Lovísa og Unnur Eir hönnuđir Bleiku slaufunnar 2016.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744