Formlegri opnun Dettifossvegar frestað

Í dag, laugardaginn 22. ágúst stóð til að opna Demantshringinn formlega með borðaklippingu og ræðum.

Formlegri opnun Dettifossvegar frestað
Almennt - - Lestrar 294

Við Dettifoss.
Við Dettifoss.

Í dag, laugardaginn 22. ágúst stóð til að opna Demantshringinn formlega með borðaklippingu og ræðum.

Þessari opnun var frestað ótímabundið, en nánari upplýsingar um það hvenær hún verður verða gefnar út í næstu viku.

Í tilkynningu kemur fram að þrír ráðherrar voru á meðal ræðumanna og áttu að sjá um að klippa á borða til að opna veginn með formlegum hætti.

Í ljósi þess að þeir þurfa nú að undirgangast skimanir og viðhafa smitgát var ákveðið að fresta viðburðinum. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744