Formleg opnun steypireyðarsýningar á alþjóðlegum safnadegi

Miðvikudaginn 18. maí var alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur í Hvalasafninu á Húsavík.

Illugi klippir hér á borðann.
Illugi klippir hér á borðann.

Miðvikudaginn 18. maí var alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur í Hvalasafninu á Húsavík. 

Þá fór fram formleg opnun nýju steypireyðarsýningarinnar sem loks er orðin að veruleika.

Um 40 gestir komu saman í safninu af því tilefni og hlýddu á erindi frá Sif Jóhannesdóttur fyrir hönd stjórnar Hvalasafnsins, Guðmundi Guðmundssyni frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra.

Illugi klippti síðar á borða og opnaði sýninguna formlega og gestir skoðuðu hana.

Á heimasíðu Hvalasafnsins kemur fram að skemmst sé frá því að segja að nýja sýningin vakti mikla lukku viðstaddra og verður vonandi mikil lyftistöng fyrir safnið.

Illugi Gunnarsson

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráherra klippti á borðann og opnaði formlega Steypireyðarsýninguna.

Steypireyðargrindin í Hvalasafninu á Húsavík

Illugi skoðar hér sýninguna í fylgd Jan Aksel Klitgaard framkvæmdastjóra Hvalasafnsins.

Steypireyðargrindin í Hvalasafninu á Húsavík

Gestir skoða sýninguna.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744