Fjórir keppendur frá HSÞ á Meistaramóti Íslands

HSÞ sendi fjóra keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram sl. helgi.

Fjórir keppendur frá HSÞ á Meistaramóti Íslands
Íþróttir - - Lestrar 388

Dagbjört Ingvarsdóttir á verðlaunapalli.
Dagbjört Ingvarsdóttir á verðlaunapalli.

HSÞ sendi fjóra keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram sl. helgi.

Þetta voru Dagbjört Ingvarsdóttir, Unnar Þór Hlynsson, Hilmir Smári Kristinsson og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.

Á heimasíðu HSÞ segir að keppendurnir hafi verið í miklu stuði og dugleg að bæta sinn persónulega árangur. 

Áslaug Munda bætti sinn árangur í 5 af 6 greinum sem hún keppti í, Hilmir Smári bætti sig í 3 greinum af 5 og Unnar bætti sig í 1 grein af þremur.  Þá varð Dagbjört í 2. sæti í langstökki í flokki 20-22 ára stúlkna og Hilmir Smári varð þriðji í kúluvarpi 15 ára pilta.  

 
Alls fengu keppendur HSÞ 15 stig en 6 efstu sætin gefa stig.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744