Fjórir fyrrverandi leikmenn Völsungs í liði HÍ

Fjórir fyrrverandi leikmenn Völsungs eru í knattspyrnuliði Háskóla Íslands sem mætir liði Háskólans í Reykjavík í góðgerðarleik nk. laugardagskvöld.

Fjórir fyrrverandi leikmenn Völsungs í liði HÍ
Íþróttir - - Lestrar 552

Bjarki og Elfar Árni eru í liði HÍ.
Bjarki og Elfar Árni eru í liði HÍ.

Fjórir fyrrverandi leikmenn Völsungs eru í knattspyrnuliði Háskóla Íslands sem mætir liði Háskólans í Reykjavík í góðgerðarleik nk. laugardagskvöld.

Þetta eru þeir Baldur Sigurðsson, sem er fyrirliði, Aron Bjarki Jósepsson, Elfar Árni Aðalsteinsson og Bjarki Baldvinsson.

Þá má finnan hálfan Húsvíking til viðbótar í liðinu, Hilmar Geir Eiðsson Aðalgeirssonar.

Leikurinn, sem fer fram í Kórnum í Kópavogi klukkan 19:30, er til styrktar Fjölskylduhjálpar Íslands. Miðaverðið er 500 krónur en einnig má gefa frjáls framlög.

Lesa má nánar um leikinn á fótbolti.net

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744