Fjölmenn og glæsileg hátíð stéttarfélaganna

Tæplega 800 manns komu saman í dag á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Hátíðin fór fram í Íþróttahöllinni og dagskráin að venju

Fjölmenn og glæsileg hátíð stéttarfélaganna
Almennt - - Lestrar 991

Fjölmenni var í höllinni á 1. maí.
Fjölmenni var í höllinni á 1. maí.

Tæplega 800 manns komu saman í dag á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

Hátíðin fór fram í Íþróttahöllinni og dagskráin að venju glæsileg enda boðið upp á landsþekkta skemmtikrafta eins og Siggu Beinteins, Grétar Örvars og Selmu Björns.

Aðalsteinn árni Baldursson

Hátíðin hófst með ávarpi formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar. Í ávarpinu kom Aðalsteinn inn á atvinnulífið í Þingeyjarsýslum og þau sóknartækifæri sem þar leynast verði rétt haldið á málum. Talaði hann um að Þingeyjarsýslurnar væru heitasta vaxtasvæðið í dag. Þá sá hann einnig ástæðu til að hvetja Þingeyinga til meiri samstöðu og bjartsýni.  

 
Drífa Snædal
 

Aðalræðumaður dagsins var Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Drífa kom víða við í ræðu sinni eins og sjá má og heyra hér.

Bjarni Hafþór

Bjarni Hafþór frá Grafarbakka var í toppformi og fór á kostum í sögum af sínu fólki og gestir kunnu gott að meta.

Valli og Berglind

Eins og td. Berglind sem hreinlega grét úr hlátri...

Kobbi og Peddi

...og Kobbi Hjaltalín og Peddi sem hlógu dátt eins og ...

Stína

...Stína mamma Gunna Jó og Gunnu Stínu.

Hér að neðan má heyra eina góða sögu hjá Bjarna Hafþór en fleiri myndir og myndbönd koma síðar.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744