09. apr
Ferðafélag Húsavíkur boðar til myndasýningar í NaustiFréttatilkynning - - Lestrar 259
Ferðafélag Húsavíkur hefur boðað til myndasýningar í Nausti, húsi Björgunarsveitarinnar Garðars fimmtudaginn 10. apríl kl 20:00.
Þar verður rakin verður saga uppbyggingar Sigurðarskála í Kverkfjöllum frá fyrstu skóflustungu til dagsins í dag.
Þórhallur Þorsteinsson frá Ferðafélags Fljótsdalahéraðs hefur safnað þessum myndum saman og sýnir þær í Nausti.
Hér er um einstaka heimildasöfnun að ræða og eru allir eru velkomnir, sérstalega þeir sem tekið hafa þátt í þessu verkefni í gegnum árin.
Ferðafélag Húsavíkur.