Félagsleg heimaþjónusta og hreyfitímarFréttatilkynning - - Lestrar 33
Frá hausti 2018 hefur þeim heimilum sem njóta félagslegrar heimaþjónustu staðið til boða hreyfitími í Hvammi, klukkustund á viku undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
Til aðstoðar í tímunum eru einnig starfsmenn Norðurþings sem sinna félagslegri heimaþjónustu.
Þessir tímar eru vel sóttir og ekkert vafamál að hreyfingin kemur öllum til góða og takmarkið að tryggja að þeir sem njóta félagslegrar heimaþjónustu geti búið sem lengst og best á sínu heimili og á hreyfingin sinn góða þátt í því.
Norðurþing sótti um styrk til Lýðheilsusjóðs þegar auglýst var eftir umsóknum.
Hlutverk Lýðheilsusjóðs er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.
Norðurþing hlaut styrk að upphæð 300.000 fyrir þetta góða verkefni.
Styrkinn ætlum við að nota til að bjóða uppá hreyfitíma tvisvar í viku fram að áramótum og verða því hreyfitímar á þriðju- og föstudögum kl. 11 í salnum á Hvammi og allir sem njóta félagslegrar heimaþjónustu velkomnir.