Faktura - Nýtt fyrirtæki í fjármála- og bókhaldsþjónustu

Faktura er nýtt fyrirtæki á Húsavík sem sinnir fjármála- og bókhaldsþjónstu. Að fyrirtækinu stendur Haukur Sigurgeirsson og er skrifstofa þess að

Haukur Sigurgeirsson.
Haukur Sigurgeirsson.

Faktura er nýtt fyrirtæki á Húsavík sem sinnir fjármála- og bókhaldsþjónstu.

Að fyrirtækinu stendur Haukur Sigurgeirsson og er skrifstofa þess að Garðarsbraut 5.

Að sögn Hauks býður fyrirtækið upp á fjölbreytta þjónustu, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 

“Við tökum að okkur umsjón með bókhaldi, launavinnslu, virðisaukaskattsuppgjör, fjármálastjórnun, reikningagerð og innheimtu svo ég nefni eitthvað” segir Haukur sem er viðurkenndur bókari. 

Það er alltaf ánægjulegt þegar ungt fólk stofnar til atvinnurekstrar í sínum heimabæ eftir að hafa lokið námi og óskar 640.is Hauki og Faktura velfarnaðar í framtíðinni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744