Faglausn opnar skrifstofu á Akureyri

Hönnunar- og ráðgjafafyrirtækið Faglausn ehf. hefur opnað skrifstofu á Akureyri en Almar Eggertsson hefur starfrækt fyrirtækið síðan árið 2009.

Faglausn opnar skrifstofu á Akureyri
Almennt - - Lestrar 476

Almar Eggertsson við skrifborðið á Akureyri.
Almar Eggertsson við skrifborðið á Akureyri.

Hönnunar- og ráðgjafafyrir-tækið Faglausn ehf. hefur opnað skrifstofu á Akureyri en Almar Eggertsson hefur starfrækt fyrirtækið síðan árið 2009.

Það er til húsa í Garðari að Garðarsbraut 5 á Húsavík og nú bætist útibúið á Akureyri við.

En hvað kom til að ákveðið var að færa út kvíarnar og opna á Akureyri ?

“Ég flutti tímabundið til Danmerkur árið 2018 en það ár kom Knútur Emil Jónasson byggingarfræðingur inn í fyrirtækið sem meðeigandi. 

Við bjuggum í Horsens á Jótlandi og ég réð mig á arkitektastofu þar sem ég vann að mörgum verkefnum, s.s við iðnaðarhús, skrifstofuhúsnæði, safnaðarheimili, sérhönnuð einbýlishús, skóla og leikskóla”. Segir Almar og nefnir að það sé ómetanlegt í þessum geira sem öðrum að fara aðeins út fyrir landsteinana og víkka sjóndeildarhringinn.

“Faglausn hefur vaxið jafnt og þétt síðan við byrjuðum og erum við þrjú sem vinnum stofunni. Það er nóg að gera og vegna góðrar verkefnastöðu erum við t.d núna að leita að liðsauka, tæknimanni eða verkfræðingi á byggingasviði. 

Ég hef alltaf þurft að ögra sjálfum mér aðeins og þegar fjölskyldan setti stefnuna aftur heim á leið varð fyrir Akureyri fyrir valinu. 

Ákveðið var að opna skrifstofu þar enda hefur einhvern vegin alltaf verið nóg að gera á Akureyri” Segir Almar en Faglausn hefur áfram aðalaðsetur á Húsavík.

Ljósmynd - Aðsend

“Ég hef verið spurður hvort það standi til að loka þar en nei það stendur ekki til. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hafa leitað til okkar í gegnum árin og vona að svo verði áfram, án ykkar er þetta ekki hægt”. Segir Almar að lokun en skrifstofa Faglausnar er að Skipagötu 16. 2 hæð.

Ljósmynd - Aðsend

Skipagata 16 á Akureyri.

Ljósmynd - Aðsend


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744