27. jan
Færðu Rauða krossinum gjöfAlmennt - - Lestrar 287
Þegar nýja Rauða krossbúðin að Garðarsbraut 7 var opnuð í síðustu viku barst Rauða krossinum góð gjöf.
Þær Ísabella Anna Kjartansdóttir og Auður Ósk Kristjánsdóttir (8 ára) færðu RK 7150 kr. sem þær höfðu safnað með því að perla listaverk og selja.
Fram kemur á Fésbókarsíðu Rauða krossins í Þingeyjarsýslu að þær byrjuðu á þessu síðasta sumar og gerðu þetta alveg að eigin frumkvæði.
Starf Rauða krossins byggir fyrst og fremst á sjálfboðavinnu og styrkjum og því kemur þetta sér afar vel.
"Takk Ísabella og Auður, þið eruð svo sannarlega með hjartað á réttum stað" segir á Fésbókarsíðu Rauða krossins í Þingeyjarsýslu.